Hönnunarhappdrætti í Hörpu 2023

Hönnunarhappdrætti í Hörpu 2023

Emil Örn Aðalsteinsson höfundur Frasabókarinnar
Emil Örn Aðalsteinsson höfundur Frasabókarinnar
Eyþór Wöhler höfundur Frasabókarinnar

Rammagerðin fagnaði tveggja ára afmæli verslunarinnar í Hörpu í desember 2023. Þar sem hönnunarhappdrættið árið áður heppnaðist vel var ákveðið að endurtaka leikinn. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. 

Í tilefni útgáfu Frasabókarinnar sem fæst í Rammagerðinni komu höfundar bókarinnar, Emil og Eyþór á svæðið og lásu upp nokkra vel valda frasa fyrir gesti. Þeir ákváðu að velja sérstaklega frasa til að auka heppni gesta í happdrættinu svo sem "Hver er sinnar gæfu smiður". 

Berglind Pétursdóttir var happdrættisstýra

Berglind Festival var happdrættisstýra og gerði það af mikilli snilld eins og henni einni er lagið, enda þekkir hún íslenska hönnun og vörur Rammagerðarinnar vel. 

Emmsjé Gauti tók nokkur lög
Bolur sem Emmsjé Gauti hannaði í samstarfi við Rammagerðin

Emmsjé Gauti hannaði bol í samstarfi við Rammagerðina sem kom í verslanir í lok nóvember. Gauti mætti á svæðið og kynnti bolinn og söng nokkur lög. 

Frasabókin er komin í sölu í Rammagerðinni
Emmsjé Gauti að árita boli

Mikil gleði var á svæðinu og fengu alls 25 aðilar vinning í hrappdrættinu. Í vinning voru 25 vörur frá Rammagerðinni, ýmist íslensk ullarteppi, Frasabókin, húðvörur, ilmvötn, fatnaður og margt fleira. 

DJ Dóra Júlía spilaði íslenska tónlist 
Harpa verslunarstjóri Rammagerðarinnar í Hörpu og Sunna Ben ljósmyndari
Hildur Kristín söngkona og Berglind Festival
Gestir í Hönnunarhappdrættinu
Höfundar Frasabókarinnar að lesa upp vel valda frasa
Helgi Rúnar í Kjarvalspeysunni ásamt Bjarneyju 
Dóra Júlía tekur sig vel út í jakkanum frá Feldi sem fæst í Rammagerðinni
Gestir happdrættisins
Alls voru 25 happdrættisvinningar
Plaköt frá Letterpress sem unnin voru í samstarfi við Frasabókina eru einnig komin í sölu í Rammagerðinni
Allir gestir gátu tekið þátt í happdrættinu að kostnaðarlausu
Emmsjé Gauti áritaði boli 

← Eldri færslur Nýrri færslur →

Nýtt

RSS
Eilífðarmolar Ragnheiðar Ingunnar

Eilífðarmolar Ragnheiðar Ingunnar

Frá upphafi hefur Rammagerðin lagt upp úr því að lyfta upp íslenskri hönnun og vinna með hönnuðum sem hafa verið að gera frábæra hluti fyrir íslenskt...

Lesa meira
Aldís keramiker

Aldís keramiker

við kíktum í heimsókn til Aldísar í fallega stúdíóið þar sem hún hefur aðstöðu til að renna vörurnar sem hún hannar.

Lesa meira