1940

Stofnandi Rammagerðarinnar var Jóhannes Bjarnason (1909–1978) en hann hóf að ramma inn myndir upp úr 1940 við Laugaveg 53 og flutti ári síðar í kjallara Hótels Heklu þar sem bróðir hans, Guðlaugur Bjarnason (1908–2000), gekk til liðs við hann.

1960

Á sjöunda áratugnum þróaðist Rammagerðin áfram og fór að selja, auk rammanna, gjafavöru úr íslenskri ull og keramiki.

Rammagerðin byrjar á þeirri frægu jólahefð að setja miklar jólaskreytingar í gluggann með jólasveinum, hefð sem haldið var áfram í hálfa öld. Margir muna eftir litlu jólasveinunum sem hreyfðust svo fallega í jólalegu búðargluggunum í Hafnarstrætinu í miðbæ Reykjavíkur.

1960

Á sjöunda áratugnum þróaðist Rammagerðin áfram og fór að selja, auk rammanna, gjafavöru úr íslenskri ull og keramiki.

Rammagerðin byrjar á þeirri frægu jólahefð að setja miklar jólaskreytingar í gluggann með jólasveinum, hefð sem haldið var áfram í hálfa öld. Margir muna eftir litlu jólasveinunum sem hreyfðust svo fallega í jólalegu búðargluggunum í Hafnarstrætinu í miðbæ Reykjavíkur.

1980

Rammageðrin verður ein af þeim stöðum sem heimsóttir eru af kóngafólki og fyrirmönnum í opinberum heimsóknum, til þess að kynna íslensku ullina og aðrar handverksvörur.

1982

Grace Kelly og Rainer Prins af Mónakó heimsækja Rammagerðina, aðeins nokkrum mánuðum fyrir siplegan dauðdaga prinsessunnar í bílslysi.

2005

Sjóklæðagerðin 66° Norður kaupir Rammagerðina. Fram kemur í fréttum að rekstur Rammagerðinarinnar muni ekki breystast á næstunni en að verslanir félagsins verði styrktar þegar fram líða stundir.

2006

Sjóklæðagerðin/Rammgerðin undirrita tíu ára leigusamning við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

2012

Rammagerðina opnar nýja verslun á Aukureyri í endurgerðu húsi, Hamborg, að Hafnarstræti 94.

2013

Rammagerðin tekur fyrst þátt í Hönnunarmars.

2015

Flaggskipsverslun Rammagerðarinnar í Hafnarstræti lokar eftir 71 ár. Rammagerðin opnar í stað hennar tvær verslanir í miðborginni, Bankastræti og Skólavörðustíg.

2021

Rammagerðin opnar nýja verslun í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi..

2022

Rammagerðin kaupi Glófa ehf, stærsta framleiðandi á íslenskri ullarvöru á Íslandi.

2024

Rammagerðin opnar nýja verslun í glæsilegu húsnæði á Laugavegi 31, þar sem áður var Kirkjuhúsið.