Skip to product information
Fischersund Ilmkerti nr. 23

Fischersund Ilmkerti nr. 23

14.500 kr

KJARNI: Svartur pipar, birkitjara, tóbak, sítrusávextir, þang, viður

Reykur í loftinu og tjargaðir símastaurar.
Anísfræ og svartur pipar fylgja nýslegnu
grasi og tóbakslaufum.
Dauð blóm hneigja sig. Í golunni kitlar
kvenleg Lindifuran vitin.
Í fjöru er strandaður rotnandi hvalur.

Toppnótur - Bergamotta, svartur pipar, lakkrís
Miðnótur - Kýprusviður, Síberíufura
Grunnnótur - Birkitjara, Amber Gris, Patchouli

Fischersund ilmkertin innihalda endurunnið sojavax, umhverfisvænan bómullarkveik og úrvals ilmolíur. Hvert kerti er handgert í Reykjavík og hellt í sérsmíðaða handblásna glerkrús.

Til að hámarka brennslutíma skal alltaf klippa kveikinn niður í um 3-5 mm áður en kveikt er á kertinu. Þegar kveikt er á kertinu í fyrsta skipti skal láta það loga í að mesta lagi 2 klukkustundir.