Skip to product information
Fischersund Ilmkerti nr. 8

Fischersund Ilmkerti nr. 8

14.500 kr

KJARNI: Blómastilkar, súr rabarbari, bergamía, appelsínukaka, asfalt, sitkagreni

Glænýir strigaskór kremja plöntustilka á heitu malbiki.
Sítrónubrjóstsykur í munni og sæt smurolía á fingrum.
Stolinn rabarbari á bögglabera, afhýddur, baðaður í hunangi og tugginn.
Appelsínukökumylsna í vasa á nýþvegnum fötum.
Kaldur vindur í hári í rökum furuskógi.

Toppnótur - Rabarbari, Greipaldin, Petitgrain
Miðnótur - Sitkagreni, Birkilauf
Grunnnótur - Balsamgreni, Amber, Asfalt

Fischersund ilmkertin innihalda endurunnið sojavax, umhverfisvænan bómullarkveik og úrvals ilmolíur. Hvert kerti er handgert í Reykjavík og hellt í sérsmíðaða handblásna glerkrús.

Til að hámarka brennslutíma skal alltaf klippa kveikinn niður í um 3-5 mm áður en kveikt er á kertinu. Þegar kveikt er á kertinu í fyrsta skipti skal láta það loga í að mesta lagi 2 klukkustundir.