
Íslenskt Snöggklippt Lambaskinn
Íslenskt lambaskinn er falleg viðbót í stofuna og svefnherbergið. Það er einstaklega hlýtt og mjúkt, fullkomið undir fæturna á morgnana eða yfir sófann.
Frá því að Ísland var numið árið 874 hefur sauðkindin gengið frjáls í hverskyns veðri og vindum. Ull kindarinnar hefur hagað sig að íslenskum aðstæðum og er íslenskt lambaskinn því sérhannað fyrir þær. Lambaskinns vörur Felds eru lífniðurbrjótanlegar og framleiddar í sátt við náttúruna.
Stærð
U.þ.b. 60x50x17cm
Viðhald
Burstið hárin reglulega með stálbursta til að halda þeim mjúkum og fallegum. Viðrið svo skinnið á vindasömum dögum, þannig þrífast þau best. Reynið að komast hjá því að stilla lituðu lambaskinni upp í beinu sólarljósi, það getur átt í hættu á að upplitast. Ef það kemur blettur í skinnið er hægt að vinda vel tusku og nudda hann varlega úr skinninu. Hægt er að nota örlitla ullarsápu í tuskuna. Forðist alfarið að setja skinnin í hreinsun og alls ekki í þvottavél. Passið að skinnið blotni ekki mikið en leyfið því að þorna flatt við stofuhita, án allra auka hitagjafa. Greiðið svo skinnið að lokum.