Skip to product information
Fischersund Ilmkerti nr. 54

Fischersund Ilmkerti nr. 54

14.500 kr

KJARNI: Fjallafura, Reykur, Vetiver, Sedrusviður, Leður, Patchouli, Lakk

Fersk viðarvörn á skúr. Nýupprifinn mosi, blaut mold og vetiver rætur. 
Brennd bíldekk á heitu malbiki, þurr patchouli. Hægþornandi olíumálverk. 
Íslenskur Fjallaþinur og fótatak í frosnu grasi. 
Dýrslegt leður, ammonía og salt lakkrís.

Toppnótur - Bergamotta, greipaldin, lakk
Miðnótur - Fjallafura, krydd
Grunnnótur - Sedrusviður, Leður, Vetiver

Fischersund ilmkertin innihalda endurunnið sojavax, umhverfisvænan bómullarkveik og úrvals ilmolíur. Hvert kerti er handgert í Reykjavík og hellt í sérsmíðaða handblásna glerkrús.

Til að hámarka brennslutíma skal alltaf klippa kveikinn niður í um 3-5 mm áður en kveikt er á kertinu. Þegar kveikt er á kertinu í fyrsta skipti skal láta það loga í að mesta lagi 2 klukkustundir.