Skip to product information

Fischersund Ilmur nr. 8
29.500 kr
KJARNI: Blómastilkar, súr rabarbari, bergamotta, appelsínukaka, asfalt, sitkagreni
Glænýir strigaskór kremja plöntustilka á heitu malbiki.
Sítrónubrjóstsykur í munni og sæt smurolía á fingrum.
Stolinn rabarbari á bögglabera, afhýddur, baðaður í hunangi og tugginn.
Appelsínukökumylsna í vasa á nýþvegnum fötum.
Kaldur vindur í hári í rökum furuskógi.
Toppnótur - Rabarbari, greipaldin, petitgrain
Miðnótur - Sitkagreni, birkilauf
Grunnnótur - Balsamgreni, Amber, Asfalt
Hver ilmur er handgerður og vafinn inn í bómullarklút sem Ingibjörg Birgisdóttir teiknaði.
Eau de Parfum
50 ml
Framleitt á Íslandi